• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
Jul

Nýr kjarasamningur við sveitafélögin undirritaður - Kosning er hafin

Í gær var undirritaður nýr kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitafélaga. Þeir sem heyra undir þennan samning eru félagsmenn VLFA sem starfa hjá Akraneskaupsstað, Hvalfjarðasveit og Dvalar-og hjúkrunarheimilinu Höfða.

Kosning er hafin og stendur til 15. júlí   - Hér er hægt að komast á kosningarsíðuna -

Þessi kjarasamningur er með sambærilegum hætti og kjarasamningurinn á hinum almenna vinnumarkaði og gildir frá 1. apríl til 31. mars 2028.

Launahækkanir eru eftirfarandi:

1.4 2024 – 3,25% eða 23.750 kr.

1.4 2025 – 3,25% eða 23.750 kr.

1.4 2026 – 3,25% eða 23.750 kr.

1.4 2027 – 3,25% eða 23.750 kr.

Þessu til viðbótar mun svokallaður Félagsmannasjóður hækka um 0,7% og fer því úr 1,5% í 2,2%. En eins og flestir vita er félagsmannasjóður greiddur út í byrjun apríl ár hvert.

Einnig munu viðbótarlaun koma á starfsheiti í grunnskóla hjá skólaliðum og starfsmönnum í skóla með stuðning en þessi fjárhæð verður 8.500 kr. á mánuði.

Hægt að skoða kynningu á helstu atriðum hér  og glærukynningu  hér

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image