• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Jun

15 útskrifuðust úr framhaldsnámi Stóriðjuskóla Norðuráls

Í gær útskrifuðust 15 starfsmenn Norðuráls úr framhaldsnámi Stóriðjuskóla Norðuráls. Frá upphafi eða frá árinu 2011 hafa 177 nemendur verið útskrifaðir úr Stóriðjuskólanum, þar af 99 úr grunnnámi og 78 úr framhaldsnámi.

Stóriðjuskólinn var á sínum tíma eitt af baráttumálum Verkalýðsfélags Akraness og það tókst í kjarasamningunum 2011 enda var það sameignilegur skilningur forsvarsmanna Norðuráls og stéttarfélaganna að það væri ávinningur beggja aðila að setja á laggirnar slíkt stóriðjunám. Starfsmenn hafa ekki einungis gagn af náminu sem slíku heldur veitir námið starfsmönnum hærri laun. Þeir starfsmenn sem ljúka grunnnáminu fá 5% launahækkun og ljúki þeir síðan framhaldsnámi koma önnur 5% til hækkunar svo í heildina er hægt að fá launahækkun upp á 10%.

Það hefur verið mikil ásókn í stóriðjuskólann og oft hafa færri komist að en vilja. Það varð smá stopp á náminu þegar Covid faraldurinn gekk yfir en vonandi er skólinn að fara aftur á fulla ferð svo hægt verði að taka inn fleiri nemendur á komandi árum því ávinningur beggja er eins og áður sagði ótvíræður.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image