• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Jun

Nýtt gestahús við Ásenda 9 og endurbætur á Ásenda 10

Það er stefna stjórnar VLFA að vera með góða orlofskosti handa félagsmönnum og það kallar á að halda þarf orlofshúsum félagsins vel við. Nú var verið að setja upp nýtt gestahús við Ásenda 9 en um er að ræða rúmgott hús með salerni, sturtu og svefnaðstöðu fyrir fjóra. Þetta er afar jákvæð viðbót við bústaðinn. Gamla gestahúsið var úr sér gengið og því bráðnauðsynlegt að ráðast í þessa endurnýjun sem hefur heppnast gríðarlega vel.

Einnig var orðin mikil þörf á að taka bústaðinn að Ásenda 10 í gegn að utan en klæðningin var farin að láta verulega á sjá. Þar hefur klæðningin nú að stórum hluta verið endurnýjuð og einnig þakkanturinn. Gluggar voru pússaðir niður sem og hurðar og má segja að bústaðurinn sé eins og nýr að utan eftir þessar viðamiklu endurbætur. Það er eins og áður sagði mikið lagt upp úr því hjá félaginu að hafa bústaðina eins góða og kostur er og það er mikilvægt að brýna fyrir félagsmönnum að ganga vel um bústaðina og muna að þetta eru jú eigur okkar allra.

Fleiri myndir af endurbótum í Ásenda 10 og af flutningi gestahússins í Ásenda 9 má sjá hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image