• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Oct

Trúnaðarmannanámskeið

Dagana 2. og 3. október stendur yfir trúnaðarmannanámskeið á vegum Verkalýðsfélags Akraness og fer það fram í húsnæði Símenntunar Vesturlands á Smiðjuvöllum. Námskeiðið sitja 8 trúnaðarmenn félagsins en námskeið sem þessi skiptast í mismunandi hluta og því misjafnt hversu marga hluta hver trúnaðarmaður hefur tekið.

Í kjarasamningum er kveðið á um að trúnaðarmönnum skuli gefinn kostur á að sækja námskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi og er það Félagsmálaskóli Alþýðu sem stendur fyrir fræðslustarfseminnni í samstarfi við stéttarfélögin. Trúnaðarmannanámskeiðin eru kennd samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og þá oftast haldin á svæði þess félags sem býður upp á námskeiðin hverju sinni.

Það er mikilvægt að þeir sem starfa sem trúnaðarmenn fái tækifæri til að bæta við þekkingu sína og verða þannig öflugri í sínu hlutverki. Meðal þess sem farið er yfir í mismunandi hlutum trúnaðarmannanámskeiða er hlutverk stéttarfélaga og sambanda á vinnumarkaði, innihald og uppbygging kjarasamninga, lestur launaseðla og góð samskipti á vinnustað. Það er hverju stéttarfélagi mikilvægt að eiga öflugan hóp trúnaðarmanna sem eru mikilvæg tenging inn á vinnustaðina til félagsmanna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image