• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Frá fundinum í gær Frá fundinum í gær
25
Aug

Stjórn VLFA fundaði í gær

Í gær kom stjórn Verkalýðsfélags Akraness saman en umtalsverð endurnýjun varð í stjórninni eftir síðustu kosningar. Þá komu 7 nýir einstaklingar inn sem starfa vítt og breitt um félagssvæði VLFA. Þetta er ungt fólk sem er áhugasamt um verkalýðsmál og er afar gott að sjá hversu auðvelt var að fá ungt fólk til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Á fundinum bauð formaður þau sérstaklega velkomin í aðalstjórn félagsins. 

Á fundinum var farið yfir hin ýmsu mál og eðli málsins samkvæmt bar komandi kjaraviðræður umtalsvert á góma sem og þær glórulausu stýrivaxtahækkanir sem dunið hafa á heimilum og launafólki þessa lands að undanförnu. Kom fram á fundinum að þessar vaxtahækkanir muni síður en svo auðvelda gerð kjarasamninga í haust. Einnig var farið yfir að nú er framundan dagsferð sem félagið býður eldri félagsmönnum sínum í árlega en hún er fyrirhuguð þann 30. ágúst næstkomandi.

Það kom einnig fram að úr stjórn félagsins gengu nú reynslumiklir aðilar sem höfðu gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið í vel á annan tug ára en þau hafa lokið störfum á íslenskum vinnumarkaði og því var tímabært að hleypa nýju fólki inn sem er virkt á vinnumarkaði. Er þessu fólki sem vék úr stjórn þakkað innilega fyrir frábært starf í þágu félagsins en félagið stendur um þessar mundir afar vel félagslega sem fjárhagslega.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image