• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Aug

Stjórn VLFA sjálfkjörin

Frestur til að skila inn framboðslistum til stjórnarkjörs rann út á hádegi í dag. Þar sem ekki bárust aðrir listar en sá sem stjórn og trúnaðarráð lagði fram telst sá listi sjálfkjörinn eins og 24. gr. laga félagsins kveður á um..

Umtalsverðar breytingar verða á stjórn félagsins en úr stjórn fara nokkrir stjórnarmenn sem hafa látið af störfum á íslenskum vinnumarkaði sökum aldurs. Rétt er að geta þess að þessir einstaklingar hafa verið í stjórn félagsins allt frá árinu 2004. En þau eru Sigríður Sigurðardóttir, Elí Halldórsson, Sigurður Guðjónsson, Alma M. Jóhannsdóttir og Jóna Á. Adolfsdóttir.

Einnig fór úr stjórn Kristófer Jónsson en hann tilheyrir ekki lengur VLFA sökum þess að hann er orðinn stýrimaður skuttogara og einnig Tómas Rúnar Andrésson en hann lést á síðasta ári.

Stjórn félagsins vill færa þeim kærar þakkir fyrir frábært samstarf og vel unnin störf í þágu félagsins og þátttöku þeirra í þeirri miklu uppbyggingu sem verið hefur á starfsemi félagsins á undanförnum árum.

Nýir í stjórn Verkalýðsfélag Akraness eru Jón Vilhelm Ákason, Katrín Ósk Sigurdórsdóttir, Allan Freyr Vilhjálmsson, Steinunn Guðmundsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir og Ingibjörg Helga Rögnvaldsdóttir.

Að öðru leyti hafa ekki orðið fleiri mannabreytingar í stjórn. Vill formaður bjóða stjórnarmenn hjartanlega velkomna til starfa með von um að samstarfið verði félaginu áfram jafn farsælt og það hefur verið hingað til.

Það er rétt að geta þess að stjórn Verkalýðsfélags Akraness er eins sú fjölmennasta sem gerist í verkalýðshreyfingunni en í heildina skipa 18 stjórnarmenn stjórn félagsins. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image