• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Jul

Gjafabréf í flug nýtast félagsmönnum vel

Í mars síðastliðnum ákvað stjórn Verkalýðsfélags Akraness að bjóða félagsmönnum upp á þá nýjung að geta keypt gjafabréf hjá flugfélögunum á afslætti og er skemmst frá því að segja að þessari nýjung hefur svo sannarlega verið vel tekið. Uppundir 250 gjafabréf hafa verið seld á fyrstu 3 mánuðunum og með því er heildarsparnaður félagsmanna ein og hálf milljón vegna þess afsláttar sem félagið býður upp á. Þetta virkar þannig að félagsmenn geta keypt allt að 5 gjafabréf á ári á 19.000 kr.stykkið en virði gjafabréfsins er 25.000 kr. þannig að hver félagsmaður er að spara sér 30.000 kr. séu öll 5 gjafabréfin nýtt. 

Það er ánægjulegt að sjá þegar félagið býður upp á nýjungar að það skuli heppnast jafn vel og raun ber vitni í þessu tilfelli enda er það markmið félagsins að veita félagsmönnum eins góða þjónustu og kostur er og þetta var einn liður í þeirri vegferð. 

Almennt eru félagsmenn duglegir að nýta réttindi sín og má geta þess að á fyrstu 6 mánuðum þessa árs hafa greiðslur úr sjúkrasjóði aukist um 16,5%. Afar ánægjulegt er að fæðingarstyrkir hafa aukist um 26% á fyrstu 6 mánuðunum en hver fullgildur félagsmaður á rétt á 155.000 kr. fæðingarstyrk og ef báðir foreldrar eru félagsmenn þá nemur styrkurinn 310.000 kr. Einnig hefur fjöldi þeirra sem nýta sér heilsufarsskoðunarstyrkinn aukist um 22% og er afar ánægjulegt að sjá hversu vel meðvitaðir félagsmenn VLFA eru um sín réttindi.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image