• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Jun

Nýr kjarasamningur við ríkið samþykktur

Nú er atkvæðagreiðslu lokið um nýjan kjarasamning 18 aðildarfélaga SGS við ríkið en samningurinn var undirritaður þann 15. júní síðastliðinn. Atkvæðagreiðslunni lauk 21. júní og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá öllum aðildarfélögunum. Kjörsókn var 24,26% og sögðu 92,44% já við samningnum en 4,65% sögðu nei. Af þeim sem kusu tóku 2,91% ekki afstöðu. 

Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Samkvæmt samkomulagi sem gert var verður gerð ítarleg skoðun á launamun fyrir sömu störf og starfsheiti og þar sem hann finnst verður hann leiðréttur afturvirkt frá 1. apríl síðastliðnum. Að öðru leyti er samningurinn hefðbundinn miðað við það sem ríkið hefur samið um að undanförnu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image