• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
May

Efling segir sig úr SGS

Í gær lauk kosningu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandi Íslands en hótun um slíkt hefur vofað yfir sambandinu síðustu misserin. Það er ekki bara að það hafi legið fyrir hótun gagnvart SGS um úrsögn og nægir í því samhengi að nefna að formaður Eflingar hefur margoft talað um að það sé hennar skoðun að Efling fái enga þjónustu frá ASÍ og greiði þangað rúmar 100 milljónir án þess að fá neina þjónustu. Þetta er náttúrulega málflutningur sem stenst ekki nokkra einustu skoðun og er ekki svaraverður en það sem vakti athygli í þessari kosningu var afar dræm kosningaþátttaka. Um 21.000 félagsmenn voru á kjörskrá og einungis 733 greiddu atkvæði með tillögunni en 292 greiddu gegn úrsögn og 26 tóku ekki afstöðu. Heildarfjöldinn sem kaus var 1.051 sem þýðir að einungis 3,5% félagsmanna Eflingar kaus um úrsögn af heildarfélagafjölda sem er umhugsunarefni. Rétt er líka að geta þess að það vantaði einungis 34 atkvæði upp á að tillagan yrði felld sökum þess að það þarf 2/3 greiddra atkvæða til að svona veigamiklar ákvarðanir fari í gegn. 

Þetta mun ekki hafa mikil áhrif á Starfsgreinasamband Íslands sem verður ennþá stærsta landssambandið innan ASÍ. Það eina sem sambandið þarf að gera er að búa til nýja fjárhagsáætlun og halda áfram að vinna að þeim góðu og sterku málefnum sem sambandið vinnur að á degi hverjum en í SGS eru 44.000 félagsmenn og er sambandið eins og áður sagði stærsta landssambandið innan ASÍ þrátt fyrir úrsögn Eflingar. Þetta hefur ekki mikil áhrif eins og áður sagði vegna þess að Efling hefur tekið afskaplega takmarkaðan þátt í starfi sambandssins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image