• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Jan

Félagsmannasjóður greiðir 30 milljónir til þeirra sem starfa hjá Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit og hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða

Í síðasta kjarasamningi Verkalýðsfélags Akraness við Samband íslenskra sveitarfélaga var samið um svokallaðan félagsmannasjóð. Sá sjóður byggist á því að samningsaðilar sem eru í þessu tilfelli Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit og hjúkrunar- og dvalarheimlið Höfði greiða sem nemur 1,5% af heildarlaunum starfsmanna inn í þennan sérstaka sjóð. Í samningnum var síðan kveðið á um að útgreiðsla úr sjóðnum skyldi eiga sér stað einu sinni á ári eða í febrúar ár hvert og núna er komið að því að greiða úr sjóðnum.

Þetta er í þriðja sinn sem greitt er úr sjóðnum til þeirra félagsmanna sem tilheyra umræddum samningi og mun útborgun nema rétt tæpum 30 milljónum og nemur meðaltals greiðsla rétt rúmum 50.000 kr. Í heildina eru það 593 félagsmenn sem starfa hjá Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit og hjúkrunar- og dvalarheimlinu Höfða sem eiga rétt á greiðslu og kemur hún inn á reikning þeirra þann 1. febrúar næstkomandi.

Á síðasta mánudag var bréf póstlagt til þeirra félagsmanna sem fá endurgreiðslu þar sem fram kemur upphæð sem viðkomandi fær inn á reikning sinn um mánaðarmótin.

Rétt er að geta þess eins og áður hefur komið fram að þetta er í þriðja sinn sem greitt er út úr sjóðnum og nemur heildargreiðslan á þessum 3 árum um 75 milljónum sem tilheyra umræddum kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image