• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Oct

Skrifað undir stofnanasamning milli VLFA og FVA

Á miðvikudaginn í síðustu viku var undirritaður stofnanasamningur FVA við Verkalýðsfélag Akraness. Í samningnum eru starfslýsingar, ístarfaflokkar eru tilgreindir og raðað í nýja launaflokka skv. gildandi launatöflu með tilliti til grunnröðunar, vörpunar og annarra þátta. Samningurinn nær til starfsmanna skólans, þ.e. þau sem vinna við ræstingu, störf í mötuneyti og aðstoð á starfsbraut.

Þessi stofnanasamningur er í anda þess samnings sem félagið gerði við Heilbrigðisstofnun Vesturlands þ.e.a.s hvað varðar starfaflokkun til launa og grunnröðun sem og þáttum er lúta að fjölgun flokka og þrepa vegna menntunar, endur- og símenntunar sem og starfsreynslu.

Þessi stofnanasamningur gildir afturvirkt frá 1. janúar og munu því starfsmenn fá laun sín leiðrétt afturvirkt 10 mánuði aftur í tímann. Mesta hækkun sem skilar sér í þessum samningi er hjá ræstingafólki og nemur sú hækkun 19,72% í einhverjum tilfellum.

Á myndinni eru Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari, og formaður VLFA, Vilhjálmur Birgisson, kampakát með samninginn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image