• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Sep

Félagsmenn VLFA hafa eignast 61 barn fyrstu 7 mánuði ársins

Einn af vinsælustu styrkjum sem Verkalýðsfélag Akraness býður sínum félagsmönnum er uppá er svokallaður fæðingarstyrkur sem foreldrar sem eru félagsmenn VLFA eiga rétt á. Styrkur félagsmannsins nemur 150.000 kr. með barni og ef báðir foreldrar eru félagsmenn VLFA nemur styrkurinn 300.000 kr.

Það er ljóst að þessi styrkur kemur foreldrum vel enda ýmsir nýir kostnaðarliðir sem koma til þegar foreldrar eignast barn.

Fyrstu 7 mánuði þessa árs hafa félagsmenn VLFA eignast 61 barn og nemur fæðingarstyrkurinn rétt tæpum 10 milljónum til þeirra foreldra sem eru félagsmenn VLFA.

Einnig er heilsueflingarstyrkurinn afar vinsæl meðal okkar félagsmanna en um 250 félagsmenn hafa nýtt sér þann styrk fyrstu 7 mánuði þessa árs en styrkurinn nemur 50% af reikningi að hámarki 40 þúsund á ári.

Félagið hefur greitt fyrstu 7 mánuði þessa árs yfir 40 milljónir í sjúkradagpeninga til félagsmanna en sjúkradagpeningar eru góð trygging fyrir félagsmenn eftir að veikindarétti félagsmanna er lokið hjá atvinnurekenda.

Rétt er að geta þess að sjúkrasjóður VLFA býður sínum félagsmönnum uppá 13 styrki og hvetur félagið félagsmenn sína til að kynna sér vel styrkina og þjónustu sem félagið býður sínum félagsmönnum uppá.

Rétt er að geta þess að orlofssjóður VLFA kom með nýjan styrk inn í sumar sem laut að því að styðja félagsmenn að ferðast innanlands með því að niðurgreiða fyrir félagsmenn hótelgistingu og dvöl á tjaldsvæðum. Hámarksstyrkur er 10.000 kr en aldrei meira en 50% af hverjum greiddum reikningi.

Verkalýðsfélag Akraness vill minna félagsmenn VLFA sem voru á faraldsfæti vítt og breitt um landið í sumarfríum að þeir eiga rétt á endurgreiðslu vegna hótelgistingar og dvalar á tjaldsvæðum og nemur endurgreiðslan 50% af reikningi að hámarki 10.000 kr. eins og áður hefur komið fram.

Afar mikilvægt er að félagsmenn passi uppá kvittanir og komi með þær þegar sótt er um umrædda niðurgreiðslu. VLFA hvetur félagsmenn sína að nýta sér þessa niðurgreiðslu sem félagið bíður uppá.

Til þessa hafa rúmlega 50 félagsmenn nýtt þennan nýja styrk.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image