• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Mar

Meðallaun hæst hjá Snók þjónustu árið 2020

Formaður skoðaði meðallaun félagsmanna samkvæmt iðgjaldaskrá félagsins í nokkrum fyrirtækjum en rétt er að geta þess sérstaklega að ekki er tekið tillit til vinnustunda né starfshlutfall. Hér er einungis verið að kanna meðallaun í nokkrum fyrirtækjum á félagssvæði VLFA óháð vinnuframlagi og starfshlutfalli.

Hæstu meðallaunin út frá áðurnefndum forsendum eru hjá Snók þjónustu en það eru starfsmenn sem þjónusta stóriðjufyrirtækin t.d. á Grundartanga. En meðallaunin í fyrra námu rétt tæpum 738 þúsundum á mánuði.

Næst hæstu meðallaunin voru hjá Norðuráli en þau námu rétt tæpum 724 þúsundum á mánuði.

Þriðju hæstu meðallaunin voru hjá Elkem Ísland á Grundartanga en þau námu rétt tæpum 687 þúsundum á mánuði.

Það ber að taka meðallaunin hjá Akraneskaupstað með miklum fyrirvara þar sem fjöldi fólks sem starfar hjá Akraneskaupstað er í skertu starfshlutfalli eða nánar tilgetið ekki í 100% starfi en meðallaunin hjá Akraneskaupstað voru einungis 274 þúsund á mánuði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image