• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Oct

Nýr kjarasamningur undirritaður við Norðurál

Í gær var gengið frá nýjum kjarasamningi við Norðurál en gildistími samningsins er frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2024.

Þetta hafa verið langar og strangar samningaviðræður þar sem oft hefur verið tekist vel á sem er eðli kjarasamningsviðræðna enda miklir hagsmunir í húfi fyrir þá starfsmenn sem byggja lífsafkomu af kjarasamningum.

Viðræður aðila hófust í desember 2019 og tók það því 10 mánuði að ná saman kjarasamningi sem verður að teljast afar langur tími. Helsta krafa Verkalýðsfélags Akraness var að tryggja að starfsmenn Norðuráls myndu fá sambærilegar launabreytingar og um var samið í svokölluðum Lífskjarasamningi og það tókst að lokum.

Helstu atriði kjarasamningsins eru eftirfarandi:

Grunnlaun (112/212) verkamanna hjá byrjenda hækkar frá 1. janúar 2020 í 329.958 kr. eða 6,9%.

Grunnlaun (112/212) verkamanna hjá byrjenda hækkar frá 1. janúar 2021 í 347.527 kr. eða 5,8%.

Grunnlaun 112/212) verkamanna hjá byrjenda hækkar frá 1. janúar 2022 í 369.343 kr. eða 5,8%.

Fyrir árin 2023 og 2024 munu laun hækka samkvæmt 95% af hækkun launavísitölunnar.

Grunnlaun (116) iðnaðarmanna hjá byrjenda hækkar frá janúar 2020 í 428.945 kr. eða 6,9%.

Grunnlaun (116) iðnaðarmanna hjá byrjenda hækkar frá janúar 2021 í 453.824 kr. eða 5,8%.

Grunnlaun (116) iðnaðarmanna hjá byrjenda hækkar frá janúar 2022 í 480.146 kr. eða 5,8%.

Fyrir árin 2023 og 2024 munu laun hækka samkvæmt 95% af hækkun launavísitölunnar.

Rétt er að geta þess að frá 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022 munu laun starfsmanna Norðuráls á umræddu tímabili hækka samtals um 19,66%.

Orlofs-og desemberuppbætur munu verða með eftirfarandi hætti:

Orlofsuppbót

Árið 2020 verða 233.095 kr.

Árið 2021 verða 238.923 kr.

Árið 2022 verða 244.896 kr.

Desemberuppbót

Árið 2020 verða 233.095 kr.

Árið 2021 verða 238.923 kr.

Árið 2022 verða 244.896 kr.

Fyrir árin 2023 og 2024 munu orlofs-og desemberuppbætur hækka í samræmi við hækkun á launavísitölunni. Rétt er að geta þess að á árinu 2020 nema orlofs-og desemberuppbætur samtals 466.190 kr.

Kjarasamningurinn gildir afturvirkt fyrir þá sem eru í starfi hjá Norðuráli við undirritun kjarasamningsins sem þýðir að leiðrétta þarf laun starfsmanna aftur til 1. janúar 2020.

Það er einfalt að reikna út fyrir hvern og einn starfsmann hvað hann á inni í afturvirkni. En það er gert með því að skoða síðasta launaseðil og hver heildarlaun frá áramótum eru. Gefum okkur að heildarlaun hjá starfsmanni séu 7.500.000 kr. þá byrja menn á að draga frá orlofsuppbótina af heildarlaununum sem er 227.412 kr. þá standa eftir 7.272.588 kr. og á þessi laun þarf að leiðrétta 6,9% sem gera 501.808 kr. í leiðréttingu vegna afturvirkninnar. Svona getur hver og einn starfsmaður reiknað út hvað hann á inni í leiðréttingu vegna afturvirkninnar en það er eðli málsins samkvæmt misjafnt eftir heildartekjum hjá hverjum og einum starfsmanni.

Það var einnig samið um að búa til nýtt bónuskerfi þar sem starfsmenn úr öllum framleiðsludeildum munu koma að mótum á þessu nýja bónuskerfi. En það er skrifað inn í kjarasamninginn að samningsaðilar eru sammála um að hið nýja bónuskerfi eigi að skila að jafnaði 80% af hámarki bónuskerfisins en hámark kerfisins getur gefið 10% af heildarlaunum starfsmanna.

Það er einnig skrifað inn í samninginn að skipuð verður eftirlitsnefnd með tveimur starfsmönnum og tveimur frá fyrirtækinu sem hefur það hlutverk að fara yfir mælikvarða bónuskerfisins og ef þeir liggja undir eða yfir 80% viðmiðinu í nokkra mánuði þá er hægt að óska eftir endurskoðun á þeim mælikvörðum sem eru ekki að skila 80% viðmiðinu. Þetta er gríðarlega mikilvægt atriði og er trygging fyrir aðkomu starfsmanna að endurskoðun á bónuskerfinu á hverju ári ef það er ekki að virka eins og kveðið er á um að það eigi að gera.

Það liggur t.d. fyrir að sérstaklega einn þáttur í núverandi bónuskerfi er alls ekki að virka en sá þáttur er umhverfisbónusinn en hann hefur á þessu ári skilað einungis 0,46% af 2% sem hann getur gefið. Þessi þáttur í núverandi bónuskerfi hefur gert það verkum að meðaltals bónusinn hefur verið einungis 6,5% sem er af þessu ári. Því var skrifað inn í kjarasamninginn að frá og með 1. október verður umhverfisbónusinn festur í 80% af hámarkinu þar til nýtt bónuskerfi verður komið í gagnið.

Þessi trygging á að festa umhverfisbónusinn frá 1. október mun leiða til þess að næstu mánuðir eða þar til nýtt bónuskerfi verður komið í gangið mun skila um 8% en ekki 6,5% eins og meðaltalið hefur verið á þessu ári hér er um beina launahækkun sem nemur 1,36%.

 

Það þýðir að heildarlaun verkamanna á vöktum munu hækka með eftirfarandi hætti:

 

Starfsaldur

Norðurál

Byrjun

1 ár

3 ár

5 ár

7 ár

10 ár

Grunnlaun (vaktamenn)

329.958

359.654

380.640

390.835

394.234

401.031

Meðalvaktaálag (37,62%)+

124.130

135.302

143.197

147.032

148.311

150.868

Föst yfirvinna 26 t.

97.800

106.602

112.822

115.844

116.851

118.866

Ferðap.(0,90%*16)

47.514

51.790

54.812

56.280

56.770

57.748

Bónusar og álög (8%)

47.952

52.268

55.318

56.799

57.293

58.281

Orlofsuppb.(mán.)

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

Desemberuppb.(mán.)

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

Samtals á mán

686.202

744.464

785.635

805.639

812.306

825.642

             
             
 

Byrjun

1 ár

3 ár

5 ár

7 ár

10 ár

Hækkun í krónum

51.142

55.659

58.852

60.403

60.920

61.954

Hækkun í %

8,05%

8,08%

8,10%

8,11%

8,11%

8,11%

Hjá verkamönnum í dagvinnu munu laun hækka með eftirfarandi hætti:

 

Starfsaldur

Norðurál verkamenn dagmenn

Byrjun

1 ár

3 ár

5 ár

7 ár

10 ár

Grunnlaun (dagmenn)

329.958

359.654

380.640

390.835

394.234

401.031

Ferðap.(0,90%*20)

59.392

64.738

68.515

70.350

70.962

72.186

Bónusar og álög (9%)

31.148

33.951

35.932

36.895

37.216

37.857

Orlofsuppb.(mán.)

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

Desemberuppb.(mán.)

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

Samtals á mán

459.346

497.191

523.935

536.928

541.260

549.922

             
             
 

Byrjun

1 ár

3 ár

5 ár

7 ár

10 ár

Hækkun í krónum.

33.551

36.486

38.560

39.567

39.903

40.575

Hækkun í %

7,9%

7,9%

7,9%

8,0%

8,0%

8,0%

 

Hjá iðnaðarmönnum (116) á vöktum munu laun hækka með eftirfarandi hætti til 1. janúar 2021

Norðurál

Byrjun

1 ár

3 ár

5 ár

7 ár

10 ár

Grunnlaun (vaktamenn)

428.945

467.550

494.831

508.085

512.503

521.340

Meðalvaktaálag (37,62%)+

161.369

175.892

186.155

191.142

192.804

196.128

Föst yfirvinna 26 t.

127.139

138.582

146.668

150.596

151.906

154.525

Ferðap.(0,90%*16)

61.768

67.327

71.256

73.164

73.801

75.073

Bónusar og álög (8%)

62.338

67.948

71.913

73.839

74.481

75.765

Orlofsuppb.(mán.)

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

Desemberuppb.(mán.)

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

Samtals á mán

880.407

956.148

1.009.671

1.035.675

1.044.343

1.061.679

             
             
 

Byrjun

1 ár

3 ár

5 ár

7 ár

10 ár

Hækkun í krónum

66.198

72.071

76.221

78.237

78.909

80.253

Hækkun í %

8,13%

8,15%

8,17%

8,17%

8,17%

8,18%

 

 

 

 

 

 

 

 

Iðnaðarmenn í dagvinnu munu hækka í launum með eftirfarandi hætti:

 

Starfsaldur

Norðurál

Byrjun

1 ár

3 ár

5 ár

7 ár

10 ár

Grunnlaun (dagmenn)

428.945

467.550

494.831

508.085

512.503

521.340

Ferðap.(0,90%*20)

77.210

84.159

89.070

91.455

92.251

93.841

Bónusar og álög (8%)

40.492

44.137

46.712

47.963

48.380

49.214

Orlofsuppb.(mán.)

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

Desemberuppb.(mán.)

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

19.424

Samtals á mán

585.496

634.694

669.461

686.352

691.982

703.243

             
             
 

Byrjun

1 ár

3 ár

5 ár

7 ár

10 ár

Hækkun í krónum.

43.331

47.146

49.842

51.151

51.588

52.461

Hækkun

8,0%

8,0%

8,0%

8,1%

8,1%

8,1%


Í kjarasamningum er einnig kveðið á um að Norðurál hefur ákveðið að taka upp nýtt vaktakerfi eigi síðar en 1. janúar 2022. En í þessu nýja vaktakerfi hefur Norðurál horfið frá því að vera með 12 tíma vaktakerfi og tekið verður upp 8 tíma vaktakerfi sem byggist á nákvæmlega sama vaktakerfi og er hjá Elkem Ísland á Grundartanga.

En á þessu nýja 8 tíma vaktakerfi vinna menn 6 vaktir á 5 dögum og eiga 5 daga í frí. Menn fara úr því að vinna 182 vinnustundir á mánuði í að vinna 145,6 vinnustundir sem þýðir að vinnustundum fækkar um 36 vinnustundir á mánuði. Norðurál mun tilkynna starfsmönnum upptöku á nýju vaktakerfi með 6 mánaða fyrirvara. Samhliða upptöku á nýju vaktakerfi hjá vaktavinnumönnum verður vinnudagur dagvinnumanna styttur í áföngum um 30 mínútur á dag.

Þetta eru helstu atriði kjarasamningsins en kosið verður um samninginn í rafrænni kosningu en þessir fordæmalausu tímar gera það einnig að verkum að ekki er hægt að kynna kjarasamninginn í návígi við starfsmenn. Því er mikilvægt að starfsmenn hafi samband ef spurningar vakna og er formaður að skoða hvaða aðrar leiðir er hægt að gera til að miðla upplýsingum til starfsmanna þannig að þeir geti tekið afstöðu um nýjan kjarasamning.

Það er mat formanns að þetta sé mjög góður kjarasamningur við fordæmalausar aðstæður í íslensku efnahagslífi en öll okkar helstu markmið í þessum kjarasamningi náðust í gegn og því skora ég á mína félagsmenn að kjósa og samþykkja þennan kjarasamning.

 

Hér er hægt að skoða nýja kjarasamninginn 

Fréttir

Nýjar fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image