• Sunnubraut 13, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Sept

Greiðslur sjúkradagpeninga aukast um 83% miðað við sama tíma í fyrra

Greiðslur sjúkradagpeninga hjá Verkalýðsfélagi Akraness hafa aukist um 83% miðað við sama tímabil í fyrra og ljóst að um umtalsverða aukningu sjúkradagpeninga er að ræða.  Heildargreiðslur nema það sem af er þessu ári um 64 milljónum en á sama tíma í fyrra nam heildarupphæðin 44,6 milljónum.

Það er ekki gott að segja hvað veldur þessari miklu aukningu en ugglaust spilar Covid 19 eitthvað inní þessa aukningu. 

Það er einnig umtalverð aukning greiðslna á öðrum styrkjum sem félagið er með og nemur sú aukning um 43%.  En þeir styrkir eru t.d. fæðingarstyrkur að fjárhæð 150.000 á félagsmann sem eignast barn samtals 300.000 kr. ef báðir foreldrar eru félagsmenn en í heildina nemur greiðslna vegna fæðingarstyrks sem af er ári tæpum 9 milljónum.

Einnig eru félagsmenn duglegir að nýta sér heilsufarsskoðunar- og heilsueflingarstyrki sem og niðurgreiðslu hjá sálfræðingum.

Það er afar ánægjulegt hversu vel félagsmenn eru meðvitaðir um réttindi sín úr sjóðum félagsins enda leggur félagið mikið uppúr því að upplýsa félagsmenn hvað félagið hefur uppá að bjóða fyrir félagsmenn.  Rétt er að geta þess að um 800 félagsmenn hafa nýtt sér það sem af er árinu, réttindi úr sjúkrasjóði félagsins sem er um 30% félagsmanna sem greiða til félagsins.

Sjúkrasjóðir stéttarfélaganna eru klárlega mikilvægt öryggisnet fyrir félagsmenn en þó er rétt að geta þess að réttindi úr sjúkrasjóðum stéttarfélaganna eru afar mismunandi en VLFA reynir í hvívetna að bjóða eins góð réttindi og kostur er og telur sig vera að veita réttindi á meðal þess sem best gerist.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image