• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
May

278 félagsmenn VLFA án atvinnu að fullu eða hluta

Atvinnuleysi meðal félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness hefur aukist gríðarlega eins og vítt og breitt um landið, en í apríl voru 278 félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness atvinnulausir að fullu eða að hluta. En á sama tíma fyrir ári voru 80 félagsmenn á atvinnuleysisbótum og hefur atvinnuleysi meðal félagsmanna VLFA aukist miðað við sama tíma í fyrra um 247%.

Þetta þýðir að um 10% félagsmanna VLFA eru atvinnulausir að fullu eða á hlutabótum það er ekki bara að Covid-19 skýri þessa miklu fjölgun á atvinnuleysi meðal félagsmanna, heldur liggur fyrir að margir misstu lífsviðurværi sitt þegar Ísfiskur varð gjaldþrota.

Það er ekki bara að Ísfiskur hafi orðið gjaldþrota heldur sagði Vignir G Jónsson upp 15 manns og Skaginn 3x 43 starfsmönnum.

Það er alveg ljóst að atvinnuástandið hér á Akranesi er alls ekki viðunandi og ljóst að bæjaryfirvöld og aðrir hagsmunaaðilar verða að taka höndum saman um laða að fleiri atvinnutækifæri. Við Akurnesingar höfum þurft að horfa upp á að nánast öllum aflaheimildum hefur verið rænt af okkur með skelfilegum afleiðingum fyrir allt fiskvinnslufólk sem og samfélagið í heild sinni.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image