• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
May

Starfsmaður Norðuráls fékk leiðrétt 1,6 milljón vegna vikulegs frídags

Í mars sl. féll dómur í Félagsdómi en málið laut að því að Verkalýðsfélag Akraness taldi að verulega hefði vantað uppá svokallaðan vikulegan frídag hjá einum starfsmanni og þrátt fyrir miklar viðræður við Norðurál um lausn á málinu tókst það ekki. Á þeirri forsendu ákvað félagið að stefna Norðuráli fyrir félagsdómi og féll dómur í mars en á ótrúlegan hátt var málinu vísað frá dómi vegna þess að dómurinn taldi ekki sannað að vikulegur frídagur hjá umræddum starfsmanni hafi verið skertur í 125 skipti eins og VLFA hélt fram.

Hins vegar kom skýrt fram í dómnum að ekki væri ágreiningur um að umræddur starfsmaður hafi verið svikinn um greiðslu vegna vikulegs frídags eins sem dómur var ekki sammála um hversu margir dagar þeir hefðu verið.

En orðrétt segir í niðurstöðu Félagsdóms:

„Skipulag vakta er því í samræmi við meginreglu, sem kemur fram í 1. mgr. greinar 2.13.5 í kjarasamningi aðila og 1. mgr. 54 gr. laga nr. 46/1980 um að starfsmaður skuli fá að minnsta kosti einn vikulegan frídag sem tengist beint daglegum hvíldartíma“.

„Fyrir liggur að starfsmaðurinn vann á tímabilinu 15. október 2014 til 15. október 2018 mun meira en þessu nemur. Fyrir vikið urðu samfelldar vinnulotur Daníels mjög oft lengri en sjö dagar og alloft mun lengri. Einnig segir orðrétt í niðurstöðu dómsins. „Norðurál hefur viðurkennt að í þeim tilvikum sem vinnulotur starfsmannsins spönnuðu tveggja vikna tímabil hafi verið farið gegn kjarasamningi í framangreindum ákvæðum laga nr. 4671980.“

Með öðrum orðum ekki nokkur vafi að brotið var gróflega á réttindum starfsmannsins eins og fram kemur í niðurstöðu Félagsdóms en á óskiljanlegan hátt var málinu samt vísað frá dómi vegna þess að dómurinn taldi VLFA hafa fært sönnur á að um væri að ræða 125 skipti. Lögmaður Norðuráls svaraði ekki hvað fyrirtækið teldi að dagarnir ættu að vera margir ef þeir væri ekki 125 eins og Verkalýðsfélag Akraness var búið að telja út.   Það er óskiljanlegt að starfsmaðurinn skildi ekki fá að njóta vafans í ljósi þess að ekki var ágreiningur um að búið var að brjóta gróflega á réttindum starfsmannsins og Norðurál svaraði ekki hvað þeir teldu að dagarnir væru margir ef þeir væru ekki 125.

Eftir dóminn komst Verkalýðsfélag Akraness að samkomulagi um að starfsmanninum skyldu greiddar 1,6 milljón vegna brota á vikulegum frídegi en það gerir að brotið hafi verið á umræddum starfsmanni 84 sinnum vegna vikulegs frídags.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image