• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
10
Feb

Tímakaupsfólk hjá Akraneskaupstað fékk leiðréttingu á eingreiðslum sem nam rúmum 3,2 milljónum

Eins og fram kom hér á heimasíðunni þá kom upp ágreiningur við Sambands íslenskra sveitafélaga um það hvort tímakaupsfólk ætti rétt á eingreiðslu sem kom til útborgunar í febrúar í fyrra.

Verkalýðsfélag Akraness hélt því staðfastlega fram að tímakaupsfólk ætti eins og aðrir starfsmenn sveitafélaganna rétt á umræddri eingreiðslu en Samband íslenskra sveitafélaga var á öndverðu meiði hvað það varðaði.

Verkalýðsfélag Akraness sá sig knúið að fara með málið fyrir Félagsdóm og er skemmst frá því að segja að dómurinn tók undir allar dómskröfur félagsins í málinu.  Núna er búið að greiða eingreiðsluna til tímakaupsfólks á Akranesi og nemur leiðréttingin í heildina 1.347.970 kr.

Eftir að þessi dómur í Félagsdómi var kveðinn upp kom í ljós að önnur eingreiðsla sem greidd var út í ágúst á síðasta ári vegna dráttar á nýjum kjarasamningi var ekki heldur rétt reiknuð út hjá tímakaupsfólki og gerði Verkalýðsfélag Akraness athugsemdir við hana við Akraneskaupstað.  Ekki var ágreiningur um að sú eingreiðsla væri vitlaust reiknuð út og var hún því leiðrétt og nam sú leiðrétting 1.855.304 kr.

Samtals hefur því Verkalýðsfélag Akraness náð að verja réttindi tímakaupsfólks í þessum tveimur málum að fjárhæð 3.203.274 kr.

En leiðréttingum vegna vangreiddra launa hjá tímakaupsfólki er ekki lokið, því leiðrétta á eftir útreikning á orlofs-og desemberuppbótum tvö ár aftur í tímann.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image