• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Jun

Kynningarfundir á fullu

Þessa dagana standa yfir kynningar á nýgerðum kjarasamningi verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði. Á mánudaginn var almennur opinn kynningarfundur á Gamla Kaupfélaginu þar sem farið var mjög ítarlega yfir innihald samningsins. Fjölmargar spurningar voru bornar upp á fundinum en heilt yfir voru fundarmenn nokkuð ásáttir.

Í morgun fengu starfsmenn HB Granda á Akranesi kynningu á samningnum og kom fram á þeim fundi að fólk var nokkuð sátt með innihald samningsins, enda er allt eins líklegt að engin fiskvinnsla á Íslandi sé að fá jafn mikla launahækkun og starfsmenn HB Granda, þar sem Verkalýðsfélag Akraness gekk frá mjög innihaldsríkum bónussamningi sem tók gildi 1. apríl og er eðli málsins samkvæmt hluti af þeirri kjarabaráttu sem átt hefur sér stað að undanförnu. En starfsmenn HB Granda eru að hækka frá kr. 60.000 upp í allt að 88.000 krónur á mánuði frá 1. maí 2015.

Á morgun verður samningurinn kynntur fyrir starfsmönnum Akraborgar, sem er lifrarbræðslufyrirtæki þar sem starfa um 50 manns. Þeir félagsmenn sem óska eftir því að fá kynningu inn á vinnustaði eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu félagsins.

Kosning um samninginn er rafræn og eru kjörgögn að berast til félagsmanna þessa dagana, en kosningin hefst á morgun 12. júní. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að nýta atkvæðarétt sinn og kjósa um kjarasamninginn. 

Þeir sem eiga eftir að kynna sér innihald samningsins geta haft samband við skrifstofu félagsins. Einnig er vakin athygli á mjög góðum kynningarvef sem SGS hefur látið setja saman um innihald samningsins, þar sem eru upplýsingar á íslensku, ensku og pólsku.

Kynningarvefur SGS um nýja kjarasamninginn (ÍSLENSKA, ENGLISH, POLSKI)

Kynning VLFA fyrir starfsfólk HB Granda

Kynning VLFA fyrir starfsfólk Akraborgar

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image