• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Feb

Kjarasamningar í gamla farið

Síðustu vikurnar hafa fulltrúar aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands unnið stíft að undirbúningi og gerð kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Unnið hefur verið í sérmálum einstakra hópa, s.s. fiskvinnslufólks, iðnverkafólks, bensínafgreiðslumanna, bílstjóra og starfsmanna á hótelum og veitingahúsum. Samhliða þessari vinnu hófust undirbúningsviðræður vegna gerðar nýrrar launatöflu. 

Í gær svöruðu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hugmyndum stéttarfélaganna (SGS) um nýja launatöflu. Svar þeirra gefur því miður ekki tilefni til neinnar bjartsýni og segja má að kröfum stéttarfélaganna hafi verið sýnd lítil virðing.
Vegna þessarar nýju stöðu kjarasamninganna ákvað Starfsgreinasamband Íslands að boða til formannafundar á morgun (aðalsamninganefnd SGS), þar sem teknar verða ákvarðanir um framhald kjaraviðræðnanna við SA.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image