• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Verkalýðsfélag Akraness gefur öllum leikskólabörnum harðfisk í tilefni Sjómannadagsins Formaður með Bríeti Óttarsdóttur, sonardóttur sína, á Akraseli
30
May

Verkalýðsfélag Akraness gefur öllum leikskólabörnum harðfisk í tilefni Sjómannadagsins

Rétt í þessu lauk formaður félagsins við að heimsækja alla leikskólana á Akranesi sem eru Akrasel, Garðasel, Teigasel og Vallarsel. Tilefni heimsóknanna var Sjómannadagurinn sem er næstkomandi sunnudag en það er hefð hjá Verkalýðsfélagi Akraness að heimsækja öll leikskólabörn og gefa þeim harðfisk í tilefni dagsins.

Stjórn félagsins er það mikill heiður að geta glatt leikskólabörn á Akranesi með þessum hætti og minnt þau á mikilvægi sjómannsstarfsins. Það skein mikil gleði úr hverju andliti og kunnu börnin svo sannarlega að þakka fyrir sig því sum þeirra tóku lagið fyrir formanninn sem honum leiddist svo sannarlega ekki. Myndir frá deginum má sjá hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image