• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Feb

Skattar lækka eftir kjarasamningagerð

Eftirfarandi frétt birtist á www.ruv.is í dag:

Ríkisstjórnin hefur að mörgu leyti komið með neikvæð innlegg inn í komandi kjarasamninga með auknum álögum; kvennastörf, ekki síst hjá ríkinu, eru vanmetin, sagði Atli Gíslason VG í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Ríkisstjórnin verðskuldar ekki traust launamanna, sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. Geir Haarde fjármálaráðherra segist koma að skattalækkunum eftir gerð kjarasamninga. 

Aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum var rædd utan dagskrár. Meðal annars spurði málshefjandi, Atli Gíslason, um áform ríkisstjórnarinnar í skattamálum fyrir komandi kjarasamninga. Þá sagði hann eftirlaunalög þingmanna og æðstu embættismanna, sem sett voru fyrir jól, hafa verið olíu á óánægjueld. Það hafi innlegg ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu sjómannaafsláttar líkaverið . 
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði ríkisstjórnina vilja viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði og stuðla að kjarasamningar. Hann sagði hækkun lægstu launa vera viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins en ítrekaði stefnu ríkisstjórnarinnar um að afnema hátekjuskatt, lækka skattprósentu. Á tveimur fundum með aðilum vinnumarkaðarins hafi verið rætt um lífeyrisrétt og atvinnuleysisbætur en enn væru samningar ekki komnir það langt að komið væri að útspili ríkisstjórnar. Össur Skarphéðinsson sagði ríkistjórnina hafa svikið loforð, skattahækkanir á árinu nemi miljörðum, launamenn gætu ekki reitt sig á hana. 
Geir Haarde fjármálaráðherra sagði að vonandi tækist að ljúka samningum innan skamms. Hann sagði stefnu ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir skýra og það komi til hennar kasta að kjarasamningum loknum. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image