• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Mar

Sáttatillaga ríkissáttasemjara samþykkt á Akranesi

Nú rétt í þessu lauk talningu atkvæða í kosningu um sáttatillögu vegna tveggja kjarasamninga sem Verkalýðsfélag Akraness er aðili að í gegnum tvö landssambönd, annars vegar í gegnum Starfsgreinasamband Íslands og hins vegar Samiðn. Félagsmenn VLFA kolfelldu þessa samninga í janúar, en þann 28. febrúar síðastliðinn var skrifað undir þá sáttatillögu sem félagsmenn hafa nú kosið um.

Niðustaðan er sú að félagsmenn sem starfa á almenunm vinnumarkaði og tilheyra Starfsgreinasambandinu samþykktu sáttatillöguna með 85,1% atkvæða, 6,8% voru á móti og 8,1% skiluðu auðu. Félagsmenn í iðnsveinadeild og tilheyra Samiðn samþykktu einnig sáttatillöguna með 75% atkvæða, 25% voru á móti og enginn var auður.Það er því ljóst að kjarasamningar sem gerðir voru 21. desember síðastliðinn munu taka gildi frá 1. febrúar 2014 með breytingum sem kveður á um í sáttatillögunni. Helstu breytingar eru þær að í stað launabreytinga frá 1. janúar 2014 greiðist sérstök eingreiðsla, kr. 14.600 m.v. fullt starf, enda hafi starfsmaður starfað í janúar og var enn í starfi 1. febrúar 2014. Einnig hækka desember- og orlofsuppbætur um kr. 32.300, en desemberuppbót m.v. fullt starf á árinu 2014 er kr. 73.600 og orlofsuppbót fyrir orlofsárið sem hefst 1. maí 2014 er m.v. fullt starf kr. 39.500.

Launabreytingar frá 1. febrúar eru þær að almennt hækka laun um 2,8%. Kauptaxtar sem eru undir kr. 230.000 hækka sérstaklega og nemur hækkunin tæplega 5%. Dæmi: Launaflokkur 1, byrjunarlaun, hækkar um 9.565 og Launaflokkur 17, eftir 7 ár hækkar um kr. 10.107. Aðrir kauptaxtar og kjaratengdir liðir (bónus, premía, akkorð o.fl. hækka um 2,8%, þó að lágmarki um kr. 8.000 kr. á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf verða kr. 214.000 á mánuði fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.

Press here for information in english.

Informacje w języku polskim

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image