• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Nov

Andsvar VLFA við áróðursauglýsingu Samtaka atvinnulífsins vekur mikla athygli

Eins og kunnugt er gangsettu Samtök atvinnulífsins í síðustu viku áróðursherferð þar sem athygli er vakin á því að launahækkanir séu verðbólguhvetjandi og hækki skuldir heimilanna. Þess vegna eigi verkafólk að samþykkta hófstillta kjarasamninga og viðhalda þannig stöðugleika hér á landi. Í þessari glansmynd sem m.a. var sýnt á RUV á besta áhorfstíma er nú ekki allur sannleikurinn leiddur í ljós. Til dæmis kemur ekki fram að launaþróunin á Íslandi hefur verið langt umfram það sem samið hefur verið um í kjarasamningum, en frá febrúar 2008 til dagsins í dag hafa almennar launahækkanir verið 24,6% en launavísitalan hækkað um 38,6%. Með öðrum orðum, fyrir hverjar 1.000 krónur sem verkafólk hækkar um, eru meðallaun í landinu að hækka um 1.569 krónur. Það er því ómögulegt að kröfuhörku verkafólks á töxtum sé um að kenna þegar ekki tekst að halda verðbólgu í skefjum og ná viðvarandi stöðugleika og líklegra er að þau hjá Samtökum atvinnulífsins ættu að líta sér nær þegar leita skal leiða til að viðhalda stöðugleika hér á landi og skoða launaþróunina innan sinna eigin raða.

Eins og fram kom hér á heimasíðunni í gær sendu Verkalýðsfélag Akraness og stéttarfélagið Framsýn á Húsavík frá sér ályktun þar sem þessi auglýsingaherferð er fordæmd. Einnig gerði starfsfólk Verkalýðsfélag Akraness myndband sem ætlað er sem mótsvar við áróðursauglýsingu Samtaka atvinnulífsins. VLFA hefur nú kannski ekki sama fjármagn til að veita í markaðssetningu og Samtök atvinnulífsins hafa, enda telur félagið því fé yrði þá betur varið í launahækkanir til verkafólks.

Myndband Verkalýðsfélags Akraness sem birt var á Youtube í gærkvöldi hefur farið víða um netheima í gær og í dag og höfðu yfir 11.000 manns horft á myndbandið um hádegisbil í dag. Einnig hafa flestir fjölmiðlar landsins tekið myndbandið til birtingar eins og ruv.isvisir.is og dv.is. Myndbandið hefur fallið í góðan jarðveg og hefur félagið fengið mjög jákvæð viðbrögð vegna þess.

Myndbandið sjálft er hægt að sjá hér:

 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image