• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Nov

Ályktun vegna hræðsluáróðurs Samtaka atvinnulífsins

Í kjölfar hræðsluáróðursins sem birtist svo glöggt í auglýsingaherferð Samtaka atvinnulífsins þessa dagana hafa Verkalýðsfélag Akraness og stéttarfélagið Framsýn á Húsavík samþykkt eftirfarandi ályktun:

Ályktun

Samtök atvinnulífsins, hafið skömm fyrir!

Stéttafélögin Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness fordæma harðlega ósmekklega auglýsingaherferð Samtaka atvinnulífsins er miðar að því að gera lítið úr kröfum verkafólks um hækkun lægstu launa.

 

Samtök atvinnulífsins!  „Þið berið fyrst og fremst ábyrgð á því launaskriði sem verið hefur á íslenskum vinnumarkaði, ekki íslenskt lágtekjufólk. Lítið því í eigin barm í stað þess að sverta aðra fyrir ykkar eigin verk!“

 

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er launaskriðið 54% hærra en umsamdar almennar launahækkanir frá gerð síðustu kjarasamninga verkafólks. Þetta er minnisvarðinn sem þið reistuð ykkur til heiðurs og berið ábyrgð á skuldlaust.

 

Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness skora á Samtök atvinnulífsins að ganga í takt með launafólki í stað þess að slá ryki í augu almennings. Himinháum auglýsingakostnaði Samtaka atvinnulífsins er án efa betur varið í vasa launafólks en í hræðsluáróður í fjölmiðlum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image