• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Feb

Vestfirðingar styrkja málarekstur VLFA gegn verðtryggingunni

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni var verðtryggingarmál Verkalýðsfélags Akraness þingfest í lok janúar. Um er að ræða afar umfangsmikið mál, en stefnan ein og sér taldi 29 blaðsíður. Fjölmörg stéttarfélög og einstaklingar hafa stutt fjárhagslega við þennan málarekstur, en búast má við að málið verði æði kostnaðarsamt.

Í dag bárust góðar fréttan vestan af fjörðum, en stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur ákveðið að styrkja málareksturinn myndarlega, eða um 250.000 krónur. Í heild eru styrkir vegna málarekstursins þá komnir yfir 1,5 milljón. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness vill senda kærar þakkir til félaga sinna á Vestfjörðum fyrir veittan stuðning.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image