• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Feb

Lengri opnunartímar Vallarsels

Félaginu hefur borist eftirfarandi bréf frá leikskólafulltrúa Akraneskaupstaðar vegna lengri opnunartíma Vallarsels, eftir að formaður og framkvæmdastjóri félagsins fóru á fund bæjarráðs til að koma á framfæri óskum félagsmanna um lengri opnunartíma leikskóla bæjarins. 

Á fundi bæjarstjórnar Akraness 27. febrúar s.l. var eftirfarandi tillaga samþykkt:

 

 

“Lagt er til að frá 1. september 2004 verði boðið upp á vistunartíma í leikskólanum Vallarseli frá kl. 06:45 að morgni og til kl. 18:00 síðdegis.  Þó skal stefnt að því að vistunartími barns verði ekki lengri en sem nemur 9,5 klst. daglega.” 

Frá 1. september 2004  verða  leikskólarnir Garðasel og Teigasel  opnir  frá kl. 07:30 að morgni til kl. 17:30 síðdegis.  Frá og með þeim tíma fellur   fyrri opnunartími niður.

Leikskólastjórar þeirra skóla munu greina þeim foreldrum sem í dag eru með börn í vistun frá 07:15 til 07:30  eða 17:30 til 18:00  frá þesum breytingum með 6 mánaða fyrirvara.

Ef foreldrar þriggja barna eða fleiri í leikskólanum Vallarseli óska eftir dvöl frá kl. 6:45 til kl.7:30 eða 17:30 til 18:00 skal orðið við þeim óskum.  Beiðni þar um þarf að liggja fyrir í byrjun skólaárs.  Gjald fyrir þennan tíma verður 20% hærra en almennt gjald.

           

            

Þetta tilkynnist hér með.           

 

 

 

Akranesi 27. febrúar 2004

Virðingarfyllst,

________________________________

Sigrún Gísladóttir  leikskólafulltrúi

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image