• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Samið um hækkun kauptryggingar og annarra kaupliða sjómanna Sjómenn hafa nú verið samningslausir í rúmt ár
26
Jan

Samið um hækkun kauptryggingar og annarra kaupliða sjómanna

Þann 20. janúar skrifaði Sjómannasamband Íslands undir samkomulag við LÍÚ um hækkanir á kauptryggingu og öðrum kaupliðum frá 1. febrúar nk.

Kjarasamningar sjómanna á fiskiskipum hafa verið lausir frá 1. janúar 2011 og ekki útlit fyrir breytingar á því á næstunni. Í desember 2010 lýsti formaður LÍÚ því yfir að ekki yrði samið við sjómenn fyrr en niðurstaða fengist varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Niðurstaða í því máli hefur ekki enn fengist og því nánast engar viðræður í gangi milli aðila um endurnýjun kjarasamningsins. Á aðalfundi sjómannadeildar VLFA sem haldinn var 28. desember 2011 voru kjarasamningar m.a. til umræðu og var það mat fundarmanna að algjörlega óásættanlegt væri að halda kjarasamningum sjómanna í herkví vegna ágreinings útgerðarmanna við stjórnvöld. Hins vegar voru fundarmenn sammála um að ámælisvert sé af stjórnvöldum hversu lengi það hefur dregist að leggja fram breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu

Þrátt fyrir samningsleysið hefur LÍÚ fallist á að hækka kauptryggingu og aðra kaupliði hjá sjómönnum um sömu prósentuhækkun og samið var um á almenna vinnumarkaðnum. Hækkunin nemur 3,5% og tekur gildi 1. febrúar næstkomandi eins og áður sagði.

Hér er hægt að nálgast samkomulagið í heild sinni.

Hér er hægt að nálgast nýja kaupskrá fyrir sjómenn sem tekur gildi 1. febrúar 2012.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image