• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Sep

Álverðið hækkaði um 25,1% frá því í júní í fyrra

Norðurál á GrundartangaNorðurál á GrundartangaAð undanförnu hefur heimsmarkaðsverð á áli rokið upp og stendur nú í 2.315 dollurum fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Álverðið sveiflaðist dálítið til í fyrra og fór niður í 1.850 dollara um miðjan júnímánuð og hefur því núna hækkað um 25,1% síðan þá.

Þetta er afar jákvætt fyrir álverin hér á landi og styrkir til að mynda rekstrargrundvöll Norðuráls á Grundartanga verulega en framleiðslugeta Norðuráls á Grundartanga er í kringum 280 þúsund tonn á ári. Því þýðir þetta verð á ársgrundvelli um 75 milljarða í útflutningstekjur fyrir Norðurál á Grundartanga. Fyrir hvert áltonn í dag eru álverin því að fá 265 þúsund íslenskar krónur.

Það er engin launung að stóriðjan á Grundartanga skiptir okkur Akurnesinga sem og samfélagið allt gríðarlega miklu máli enda eru upp undir 3 þúsund manns sem vinna á svæðinu, þar með talin afleidd störf.

Kjarasamningar í stóriðjunum eru lausir um áramótin og eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá er það skoðun Verkalýðsfélags Akraness að sækja eigi á útflutningsfyrirtækin sem hafa verið að gera góða hluti sökum gengisbreytinga á krónunni. Hækkun álverðs mun einnig hjálpa til við kjarasamningsgerðina núna um áramótin en launaliður samnings starfsmanna Norðuráls verður laus þá.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image