• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Feb

Fundað með starfsmannastjóra Elkem Ísland

Formaður félagsins átti fund með starfsmannastjóra Elkem Ísland á þriðjudaginn var. Fundarefnið var það að verktakar hafa að undanförnu verið að störfum inni á svæðinu við svokallaða kjarnastarfsemi fyrirtækisins, en samkvæmt bókun sem fylgir kjarasamningi starfsmanna er kveðið á um eftirfarandi:

"Ein verðmætasta auðlind fyrirtækisins er sérþekking starfsmanna á framleiðsluþáttum og búnaði. Það er grundvallaratriði að slík þekking á kjarnastarfsemi fyrirtækisins haldist innan þess. Í því ljósi verður ekki um úthýsingu á kjarnastarfsemi fyrirtækisins að ræða."

Starfsmannastjóri Elkem var sammála formanni að þau verkefni sem hér væri um að ræða væru hluti af kjarnastarfseminni og hefðu einungis verið hugsuð í mjög skamman tíma. Var samþykkt að fyrirtækið myndi kippa þessu í liðinn innan skamms aðlögunartíma sem fyrirtækið óskaði eftir. Formaður er ánægður með þessa lausn málsins enda var fundurinn mjög góður og ánægjulegt hver viðbrögð fyrirtækisins voru við þessari athugasemd félagsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image