• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Feb

Gríðarleg vinna framundan

Tíundi samningafundur við forsvarsmenn Norðuráls var haldinn í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Eins og áður hefur komið hér fram er verið að leggja lokahönd á textabreytingar í kjarasamningnum og einnig var rætt um launasamanburð á milli verksmiðja.

Það er alveg ljóst eftir þennan dag að það er gríðarleg vinna framundan við að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir starfsmenn Norðuráls. Eins og formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur sagt hér á heimasíðu félagsins sem og á samningafundum þá mun hann ekki undirrita kjarasamning ef launakjör starfsmanna Norðuráls verða ekki jöfnuð við aðrar sambærilegar stóriðjur. Það er algjörlega morgunljóst að undirritun formanns mun ekki eiga sér stað ef jöfnun mun ekki verða að veruleika. Þessum skilaboðum hefur formaðurinn komið með afgerandi hætti á framfæri við forsvarsmenn fyrirtækisins.

Það er einnig mat formanns að það muni geta tekið þónokkurn tíma að leysa þann ágreining sem uppi er en leggur formaður mikla áherslu á að reynt verði til þrautar á næstu samningafundum að ná saman með nýjan kjarasamning.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image