• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Feb

Forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Verkalýðsfélags Akraness í viðtali um lífeyrismál á Bylgjunni

Formaður Verkalýðsfélags Akraness og Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, voru í viðtali í útvarpsþættinum Ísland í bítið í morgun þar sem stjórnarseta í lífeyrissjóðunum var til umfjöllunar.

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá lagði VLFA fram tillögu á ársfundi Alþýðusambands Íslands um stóraukið lýðræði við stjórnarval í lífeyrissjóðunum og það hefur einnig komið fram að sú tillaga hafi verið kolfelld með 79,3% atkvæða. Verkalýðsfélag Akraness lét Capacent Gallup gera könnun og í henni kom fram að 71,5% svarenda voru hlynntir því að tekið yrði upp nýtt fyrirkomulag við stjórnarval í lífeyrissjóðum en spurningin var í samræmi við tillögu félagsins á ársfundi ASÍ í október á síðasta ári.  Einungis 7,8% voru andvígir að breyta um það fyrirkomulag sem nú er í gildi. Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image