• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Feb

Stefnumótunarfundur á Selfossi um lífeyrismál

Formaður félagsins situr nú tveggja daga stefnumótunarfund á vegum ASÍ á Selfossi um málefni lífeyrissjóðanna. Fundurinn hófst í gærmorgun með þátttöku fulltrúa frá öllum 53 aðildarfélögum ASÍ.

Á fundinum heldur formaður hátt á lofti kröfum um aukið lýðræði í stjórnum lífeyrissjóða. Þetta eru sjónarmið bæði stjórnar og trúnaðarráðs Verkalýðsfélags Akraness og 71% þeirra sem tóku þátt í könnun Capacent Gallup á viðhorfi fólks til breytinga á fyrirkomulagi við stjórnarval í lífeyrissjóðunum.

Í máli formanns á fundinum í gær kom m.a. fram að hann telur mikilvægt að lífeyrissjóðirnir dragi úr þeim áhættufjárfestingum sem þeir hafa tekið þátt í á liðnum árum. Skv. upplýsingum frá Bjarna Þórðarsyni, tryggingastærðfræðingi þá var meðalraunávöxtun sjóðanna síðustu 10 ár um 2%. Að mati formanns er það ekki viðunandi ávöxtun sé litið til þeirrar staðreyndar að áhættulaus ríkisskuldabréf bera raunávöxtun upp á 3,7-4% að meðaltali.

Niðurstöður úr hópavinnu fyrri fundardagsins voru á þá leið að eindregið ætti að auka lýðræði í stjórnum lífeyrissjóðanna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image