• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Dec

Nýtt hvalaskoðunarskip

Andrea, farþegaskip í eigu Gunnars Leifs Stefánssonar og Hilmars bróður hans, kom til heimahafnar á Akranesi í fyrsta sinn á sunnudaginn. Andrea var keypt frá Svíþjóð og sigldi fjögurra manna áhöfn henni til Akraness. Skipið mælist tæp tvö hundruð brúttótonn, er 34 metra langt og 9 metra breitt. Það er skráð fyrir 240 farþega. Gunnar Leifur segir að það verði aðallega gert út til hvalaskoðunarferða frá Reykjavík en auk þess í skemmti- og útsýnisferðir fyrir hópa og á sjóstangveiði. “Það eru tveir veitingasalir um borð í skipinu og sætapláss fyrir leyfilegan farþegafjölda. Við höfum pláss fyrir 25 sjóstangir um borð og aðstaðan er öll hin glæsilegasta,” segir Gunnar.

Nú er verið að gera hina nýju Andreu klára til útgerðar við bryggju á Akranesi. Meðal annars þurfti að rífa frá stálhlera sem settir voru til að loka opnum plássum á skipinu fyrir siglinguna yfir hafið. Gunnar Leifur segist reikna með að útgerð nýja skipsins hefjist í janúar eða febrúar. “Við eigum tvo minni báta fyrir og það er mjög gott útlit framundan og búið að bóka fjölda ferða,” segir Gunnar Leifur. Fjögurra manna áhöfn sigldi Andreu heim frá Svíþjóð. Skipstjórar voru þeir Jónas Hrólfsson og Guðmundur Hafsteinsson en vélstjórar þeir Gunnar Leifur Stefánsson og Karl Hreggviðsson.

Heimild Skessuhorn

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image