• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Dec

Fundað á morgun um kjarasamning Norðuráls

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni er kjarasamningur starfsmanna Norðuráls laus nú um áramótin og hefur samninganefnd trúnaðarmanna og stéttarfélaganna átt nokkra fundi með forsvarsmönnum Norðuráls. Eins og einnig hefur komið fram á síðunni hefur sú vinna aðallega snúist um breytingar á textavinnu í kjarasamningnum.

Næsti fundur verður á morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara og verður haldið áfram að vinna í textavinnunni en henni miðar sæmilega áfram þó svo að nokkur ágreiningsatriði séu að tefja fyrir. Samkvæmt viðræðuáætlun á milli samningsaðila var stefnt að því að kjarasamningsgerðinni yrði lokið 15. desember en eins og staðan er í dag verður að teljast afar ólíklegt að búið verði að undirbúa nýjan kjarasamning fyrir þann tíma.

Reyndar telur formaður félagsins að framundan séu nokkuð erfiðar viðræður en ber þá von í brjósti sér að samningsaðilar nái saman fyrir áramót þótt eins og áður hefur komið fram séu ekki miklar líkur á því eins og staðan er í dag. Markmið Verkalýðsfélags Akraness í þessum viðræðum er alveg hvellskýrt, það er að kjör starfsmanna Norðuráls verði með sambærilegum hætti og gerist í öðrum sambærilegum iðnfyrirtækjum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image