• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Bónuskerfið hjá Elkem Ísland að svínvirka Rekstur Elkem Ísland gekk vel á síðasta ári
25
Nov

Bónuskerfið hjá Elkem Ísland að svínvirka

Verkalýðsfélag Akraness gekk frá kjarasamningi fyrir starfsmenn Elkem Ísland í desember á síðasta ári og var sá samningur mjög hagstæður fyrir starfsmenn fyrirtækisins enda hækkuðu laun þeirra umtalsvert.

Eitt af þeim atriðum sem tekið var á í þessum nýja samningi var bónuskerfi starfsmanna en gamla bónuskerfið hafði því miður ekki virkað sem skyldi og á þeirri forsendu ákváðu samningsaðilar að taka inn ný viðmið í nýju bónuskerfi.

Nú hefur komið í ljós að þetta nýja bónuskerfi er að svínvirka. Í upphafi gerðu menn ráð fyrir að bónus starfsmanna myndi að meðaltali gefa í kringum 7% en nú hefur komið í ljós að á síðustu þremur mánuðum hefur bónusinn verið að meðaltali 8,5% sem er mjög jákvætt.

Það er meira jákvætt að frétta af Elkem Ísland en á síðasta ári gekk rekstur fyrirtækisins mjög vel en hagnaður þess nam rúmum 1,1 milljarði króna sem er um 8% af heildarveltu fyrirtækisins en heildarveltan var rúmir 13 milljarðar króna.

Það er morgunljóst að það skiptir gríðarlega miklu máli hversu vel stóriðjunni á Grundartanga gengur enda byggjum við Skagamenn okkar afkomu að þónokkuð stórum hluta á rekstri þessara fyrirtækja.

En eins og áður hefur komið fram á heimasíðunni skilaði Norðurál rúmum 16 milljörðum í hagnað á síðasta ári og Elkem skilaði 1,1 milljarði í hagnað eins og fram kom hér að ofan. Þetta sýnir að okkar styrkustu stoðir sem eru stóriðjan, virðast standa á sterkum grunni um þessar mundir öllu samfélaginu til heilla.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image