• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Oct

Formaður gagnrýndi forystu ASÍ á ársfundi sambandsins

Ársfundi Alþýðusambands Íslands lauk á föstudaginn og það er alveg óhætt að segja að hart hafi verið tekist á um hin ýmsu mál á fundinum. Formaður félagsins hélt ræðu á fimmtudeginum þar sem hann gagnrýndi forystu ASÍ harðlega. Byggðist sú gagnrýni fyrst og fremst á endurskoðun kjarasamninga, stöðugleikasáttmálanum og þeirri skoðun formannsins að verkalýðshreyfingin hafi fjarlægst grasrótina ískyggilega á undanförnum misserum.

Formaður gagnrýndi það í sinni ræðu að verið væri að gefa fyrirtækjum sem hefðu fjárhagslega burði til að standa við gerða samninga afslátt á þeim launahækkunum sem áttu að taka gildi 1. mars sl. Nefndi hann í sinni ræðu sérstaklega útflutningsfyrirtækin, en það liggur fyrir að fyrirtæki í útflutningi hafa aldrei haft jafngóð rekstrarskilyrði og nú. Hann nefndi líka þá staðreynd að olíufyrirtækið N1 hafi skilað hálfum milljarði í hagnað en fyrirtækið hafi skýlt sér á bak við þá staðreynd að ASÍ væri búið að ganga frá samkomulagið við Samtök atvinnulífsins um frestun launahækkana.

Formaður sagði einnig að það eina sem væri búið að rætast hvað varðaði stöðugleikasáttmálann væri sú blákalda staðreynd að launafólk hafi verið þvingað til að afsala sér og fresta sínum launahækkunum. Annað hafi ekki orðið að veruleika í þessum sáttmála sem öllu átti að redda fyrir launþega þessa lands.

Hægt er að lesa ræðu formanns Verkalýðsfélags Akraness hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image