• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Oct

Ætlar félagshyggju-, jafnaðar- og velferðarstjórn að svíkja þá tekjulægstu?

Eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að persónuafsláttur hækki á næsta ári eins og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá 17. febrúar 2008 segir til um. Persónuafslátturinn er í dag 42.250 krónur, en ef staðið yrði við það loforð sem verkalýðshreyfingin fékk við gerð síðasta samnings þá ætti persónuafslátturinn að fara í rétt rúmar 49.000 krónur sem er hækkun upp á rétt tæpar 7000 krónur á mánuði.  Hægt að lesa yfirlýsingu ríkissjórnar frá 17. febrúar 2008 hér

Formaður félagsins gerði alvarlegar athugasemdir við það á ársfundi Alþýðusambands Íslands að ekki skuli hafa verið gengið frá því í stöðugleikasáttmálanum margumtalaða að hækkun persónuafsláttar kæmi til framkvæmda. Það liggur fyrir að hækkun persónuafsláttar nýtist þeim tekjulægstu hvað best. Við erum eins og áður hefur komið fram að tala um 7000 króna hækkun sem er örlítið meira heldur en launataxtar eiga að hækka um 1. nóvember samkvæmt kjarasamningi frá 17. febrúar 2008.

Það er með ólíkindum að það skuli vera ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju-, jafnaðar- og velferðarstjórn sem ætli ekki að standa við það samkomulag sem gengið var frá í febrúar 2008 sem var grunnurinn að því að gengið var frá hófstilltum kjarasamningum á sínum tíma.

Það er mat Verkalýðsfélags Akraness að það sé ekki hægt undir nokkrum kringumstæðum að sætta sig við það að persónuafslátturinn komi ekki til framkvæmda um næstu áramót eins og um hefur verið samið enda er verðtrygging persónuafsláttar eitt af aðalbaráttumálum verkalýðshreyfingarinnar og við slíkt er ekki hægt að una.

Formaður félagsins var í Kastljósi í gærkveldi þar sem málefni verkalýðshreyfingarinnar voru til umfjöllunar.  Horfa hér

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image