• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Sep

Beðið eftir svörum frá stjórn N1

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðu félagsins sendi stjórn Verkalýðsfélags Akraness stjórn N1 áskorun um að fyrirtækið greiddi starfsmönnum sínum þær áður umsömdu launahækkanir sem hefðu átt að taka gildi 1. mars ef ekki hefði komið til samkomulags um frestun á milli samninganefndar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Áskorunin var send út sökum þess að N1 skilaði tæpum 500 milljónum í hagnað eftir skatta á fyrstu 6 mánuðum ársins. 

Það er skoðun stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að þau fyrirtæki sem hafi fjárhagslega burði til að standa við þann hóflega gerða kjarasamning frá 17. febrúar 2008 eigi að standa við hann.

Einnig kom einnig fram hér á heimasíðunni að fjárhaglegt tjón almenns verkamanns vegna þessarar frestunar og linkindar í forystu ASÍ mun nema um eitt hundrað þúsund krónum og munar um minna fyrir verkafólk sem starfar á berstrípuðum lágmarkstöxtum. 

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness væntir þess að fá skriflegt svar frá stjórn N1 um þá áskorun sem félagið sendi frá sér, um leið og stjórn N1 hefur fjallað um erindi Verkalýðsfélags Akraness.

Hægt er að lesa áskorun stjórnar VLFA til stjórnar N1 með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image