• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Sep

Enn hækkar matvaran

Enn eru miklar hækkanir á matvörum í verslunum, að því er fram kemur í nýrri mælingu verðlagseftirlits á vörukörfu ASÍ sem gerð var um sl. mánaðarmót. Við samanburð á mælingu verðlagseftirlitsins frá því í maí, hækkar vörukarfan um 2-5% hjá öllum verslunarkeðjum nema Nóatúni, þar sem karfan lækkar um 1%.

Hægt er að skoða niðurstöður í heild sinni með því að smella hér.

Það er sorglegt fyrir verkafólk sem og aðra launþega að horfa upp á verslunareigendur, ríki, sveitarfélög, tryggingafélög og olíufélög varpa sínum vanda viðstöðulaust út í verðlagið á sama tíma og launþegar horfa fram á gríðarlegt tekjutap, stóraukna greiðslubyrði og skattahækkanir samhliða skerðingu á opinberri þjónustu.

Ekki er hægt að komast hjá því að minnast á það að almennir launþegar voru þvingaðir til að fresta sínum áður umsömdu launahækkunum. Svo tala menn um stöðugleikasáttmála, sáttmála sem einungis hefur byggst á því að launafólk hefur orðið af sínum áður umsömdu launahækkunum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image