• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
Aug

Starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins fá tæpar 7 milljónir vegna hlutdeildar í hagnaði vegna ársins 2003.

Verkalýðsfélag Akraness og Sveinafélagið gengu frá samkomulagi við forstjóra Íslenska járnblendifélagsins í gær.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu lögmanns verkalýðsfélags Akraness.  Til fundarins mættu fyrir hönd IJ Johan Svensson forstjóri Helgi Þórhallsson aðstoðarforstjóri og lögmaður IJ Ólafur Garðarsson hrl.  Í fundargerð frá fundinum segir að fundarefnið hafi verið að finna lausn á deilu um hlutdeild starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins í hagnaði vegna ársins 2003.  Forsvarsmenn ÍJ samþykktu að greiða starfsmönnum 6.7 milljónir vegna hlutdeildar í hagnaði, og er það í fullu samræmi við bókun sem starfsmenn IJ gerðu í maí 1997 vegna kjarasamnings sem þá var gerður.

 

Fulltrúar Íslenska járnblendifélagsins létu þess sérstaklega getið að greiðsla þessi fæli ekki í sér neina viðurkenningu á rétti starfsmanna til hlutdeildar í hagnaði félagsins og hefur að mati félagsins ekkert fordæmisgildi  Er greiðslan innt af hendi vegna góðrar afkomu fyrirtækisins á árinu 2003. og til að viðhalda góðri samvinnu við starfsfólk fyrirtækisins og greiða fyrir komandi kjarasamningum.  Kom fram hjá fulltrúum Íslenska járnblendifélagsins að greiðslur tengdar hagnaði þekkjast ekki nú hjá Elkem.

 

Fram kom hjá lögmanni verkalýðsfélags Akraness að verði hagnaður vegna ársins 2004. þá munu verkalýðsfélagið og sveinafélagið gera kröfu um hlutdeild í hagnaði á grunvelli bókunar frá árinu 1997.  Því það er alveg á hreinu að félöginn telja að bókunin fá 1997. sé klárlega hluti að kjarasamningi starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins.  Er stjórn verkalýðsfélags Akraness afar stolt af því hvernig þetta mál leystist farsællega fyrir okkar félagsmenn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image