• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Jan

Ríkissamningur

Formaður félagsins og tveir starfsmenn Sjúkrahúss Akraness funduðu með samninganefnd ríkisins sl. miðvikudag og lögðu fram þær sérkröfur sem eru í kjarasamningi sjúkrahússins og þeim skilaboðum komið á framfæri að öll þau sérmál sem áunnist hafa á undanförnum árum verði tekin með þegar aðalkjarasamningur verður gerður.

16
Jan

Ályktun

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness fagnar því að Grandi og HB fjölskyldan skuli hafa komist að samkomulagi um kaup á eign Brims í Haraldi Böðvarssyni, og vonar að þeirri miklu óvissu sem ríkt hefur um störf sjómanna og fiskvinnslufólks á Akranesi hafi þar með endanlega verið eytt.

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar jafnframt á núverandi eigendur, að sjá til þess að sú rekstrareining sem hefur verið starfrækt hér á Akranesi frá árinu 1906, verði áfram tryggð um ókomna framtíð.

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness 

16
Jan

Námskeið í samningagerð

Námskeið í samningagerð stendur yfir þessa vikuna.  Trúnaðarmenn frá Norðuráli,Járnblendifélaginu og HB sitja nú í fundarsal félagsins og læra um samningagerð og samningatækni.

Meðal þeirra þátta sem eru kenndir á þessu námskeiði eru hagfræðihugtök, lög um stéttarfélög og vinnudeilur, markmið og aðferðir, kröfugerð og samningaviðræður.  Eflaust munu trúnaðarmenn verða sleipir, flinkir og harðir í samningaviðræðum á komandi árum.  

08
Jan

Hefur sparað félagsmönnum kr. 552.000 á sl. ári

Á síðasta ári keyptu félagsmenn 1840 miða í Hvalfjarðargöng hjá okkur á skrifstofunni.  Þetta hefur sparað félagsmönnum samtals kr.552.000 árið 2003.  Félagsmönnum gefst kostur á að kaupa sér einn eða fleiri miða í Hvalfjarðargöngin hjá okkur að Sunnubraut 13.  Miðinn kostar 700 kr.

 Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu á skrifstofu félagsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image