• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundað með forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins Nóg að gera hjá starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins
03
Apr

Fundað með forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins

Verkalýðsfélag Akraness óskaði eftir fundi ekki alls fyrir löngu með forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins þar sem mál er lúta að öryggismálum, samskiptum og stækkun verksmiðjunnar yrðu til umfjöllunar.

Að sjálfsögðu urðu forsvarsmenn Íj við ósk félagsins og var þessi fundur haldinn í morgun.  Fundinn sátu auk formanns félagsins aðaltrúnaðarmaður, forstjóri fyrirtækisins Þórður Magnússon, mannauðsstjóri Íj Sigrún Pálsdóttir og framleiðslustjórinn Þorsteinn Hannesson.

Fundurinn var mjög gagnlegur, en farið var yfir hin ýmsu mál þó sérstaklega það sem viðkemur þeirri miklu framkvæmd er lýtur að nýrri framleiðslu fyirtækisins sem nefnist FSM.  Með þessari nýju framleiðslu er verið að tryggja rekstrarafkomu fyrirtækisins til framtíðar litið.  Þessi nýja framleiðsla er mun verðmeiri afurð en sú standardframleiðsla sem fyrirtækið hefur aðallega verið að framleiða á undanförnum árum.  Vegna nýrrar framleiðslu á FSM þurfti fyrirtækið að fjölga starfsmönnum um 40 og eru nú yfir 100 félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness að störfum hjá Íslenska járnblendifélaginu.

Mikið álag hefur verið á öllum starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins að undanförnu vegna þessarar nýju framleiðslu á FSM og hafa ýmis mál komið upp sem þarfnast úrlausnar.  Forsvarsmenn Íj hafa til að mynda gert verkefnalista yfir þau atriði sem þarf að koma í lag vegna FSM framleiðslunnar og er nú unnið hörðum höndum að því að koma þeim atriðum í lag sem þarfnast úrlausnar.

Einnig voru öryggismál rædd á fundinum og þeir sem til þekkja í stóriðjum vita að víða leynast hættur í slíkum verksmiðjum og því afar mikilvægt að öryggismál séu sem best úr garði gerð til að tryggja öryggi starfsmenna sem best.  Einnig voru samskipti stjórnenda Íj við starfsmenn til umfjöllunar en afar mikilvægt er að góð samskipti séu á milli stjórnenda og starfsmanna og það er einu sinni þannig að alltaf má gera þar betur og á það jafnt við Íslenska járnblendið sem og önnur fyrirtæki.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image