• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Félagsmönnum fjölgar um 700 á milli ára Félagsmenn njóta ávinnings af góðri afkomu félagsins
04
Apr

Félagsmönnum fjölgar um 700 á milli ára

Endurskoðendur félagsins eru nú búnir að leggja lokahönd á ársreikninga félagsins og er óhætt að segja að afkoma félagsins sé mjög góð.

Heildarhagnaður félagsins er rétt tæpar 80 milljónir og þar af er 24 milljóna króna hagnaður af félagssjóði. Þegar ný stjórn tók við árið 2003 nam tap á rekstri félagssjóðs tæpum tveimur milljónum.

Núverandi stjórn hefur lagt sig í líma þessi fjögur ár við að koma rekstri félagsins í samt lag og hefur það gengið vonum framar. Félagsmönnum fjölgaði gríðarlega á síðasta ári eða sem nemur 700 félagsmönnum. Endurspeglast þessi fjölgun af hinu góða atvinnuástandi sem verið hefur á okkar félagssvæði og hinni miklu jákvæðu uppbyggingu sem orðið hefur á Grundartangasvæðinu.

Þessi góða afkoma gerir það að verkum að félagið getur aukið þjónustu við félagsmenn enn frekar og sem dæmi þá tók stjórn félagsins 5 nýja bótaflokka inn í sjúkrasjóðinn á síðasta ári og greiðslur úr sjúkrasjóði jukust um 42% á milli ára. Þessi mikla fjölgun félagsmanna sýnir einnig að félagsmenn eru ánægðir með þjónustu félagsins en stjórn félagsins vill kappkosta að veita sem allra bestu þjónustu. 

Fyrirhugað er að halda aðalfund félagsins seinnipart þessa mánaðar og verður hann auglýstur þegar nær dregur.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image