• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Formanni félagsins og bæjarstjóra Akraneskaupstaðar falið að kalla eftir skýringum Kallað verður eftir skýringum
11
Apr

Formanni félagsins og bæjarstjóra Akraneskaupstaðar falið að kalla eftir skýringum

Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur falið formanni Verkalýðsfélags Akraness og bæjarstjóra Akranes að kalla eftir skýringum frá forsvarsmönnum HB Granda á því að 7.693 tonn af bolfiski (5.442 þorsksígildistonn) hafa farið frá fyrirtækinu yfir á önnur skip sem ekki eru í eigu HB Granda á yfirstandandi fiskveiðiári.

Ástæða þess að óskað er eftir þessum skýringum er sá gríðarlegi samdráttur sem orðið hefur í landvinnslu fyrirtækisins hér á Akranesi.  Eins og flestir muna var öllum nema 20 starfsmönnum fyrirtækisins í landvinnslunni sagt upp störfum vegna aflasamdráttar í þorskveiðum á yfirstandandi fiskveiðiári.

Á þeirri forsendu er eðlilegt að kallað sé eftir skýringum á því hvert áðurnefndar aflaheimildir hafa farið, sérstaklega í ljósi þess að verið er að taka lífsviðurværi af fólki sem starfað hefur hjá fyrirtækinu í tugi ára.  Vissulega geta verið eðlilegar skýringar á því að farin séu tæp 8.000 tonn frá fyrirtækinu yfir á önnur skip og ein skýring gæti verið sú að HB Grandi sé að láta önnur skip en sín eigin veiða umræddar aflaheimildir til vinnslu.  Það kemur þá væntanlega í ljós ef svo er og þá einnig hvert sá afli hefur farið í vinnslu.

Formaður félagsins telur það mjög mikilvægt að forsvarsmenn HB Granda útskýri þennan flutning á aflaheimildum fyrir bæjarfélaginu og stéttarfélaginu sérstaklega í ljósi þess gríðarlegs samdráttar sem orðið hefur á landvinnslu fyrirtækisins hér á Akranesi.  Enda eiga þeir aðilar sem hafa tímabundinn umráðarétt yfir auðlindum hafsins að sýna samfélagslega ábyrgð.

Það er alvitað að margar útgerðir eru að braska með aflaheimildir sínar. Það er hins vegar skoðun formanns félagsins að þær útgerðir sem ekki eru að nýta þær aflaheimildir sem þeim er úthlutað hafi lítið við þær að gera.  Það á að vera skýlaus krafa að útgerðir nýti að stærstum hluta þær aflaheimildir sem þeim eru úthlutaðar.

Samkvæmt opinberum gögnum frá Fiskistofu þá kemur fram að það hafa farið 7.693 tonn frá fyrirtækinu yfir á aðrar útgerðir eða nánar eins og hér segir:

 

Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Langa Steinbítur Skötuselur Grálúða Samtals

296

tonn

2.343 tonn 427 tonn 4.927 tonn 7,5 tonn

8.5

tonn

110

tonn

1.5

tonn

7.693 tonn

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image