• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Apr

Fundað verður með forstjóra HB Granda á morgun

Eggert B Guðmundsson forstjóri HB GrandaEggert B Guðmundsson forstjóri HB GrandaFormaður Verkalýðsfélags Akraness og bæjarstjóri Akraneskaupstaðar munu á morgun eiga fund með forstjóra HB Granda, Eggert B. Guðmundssyni.

Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá fól bæjarráð Akraneskaupstaðar áðurnefndum aðilum að leita skýringa hjá forsvarsmönnum HB Granda á því hvers vegna 7633 tonn af bolfiski hafi verið flutt frá skipum fyrirtækisins yfir á skip annarra útgerða.

Er þessara skýringa óskað vegna þess gríðarlegs samdráttar sem orðið hefur í landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi og þeirra miklu hagsmuna sem um ræðir fyrir starfsfólk landvinnslunnar á Akranesi sem og allt bæjarfélagið.

HB Grandi hefur verið fjöregg okkar Skagamanna í rúm 100 ár og sú ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins að segja upp öllum starfsmönnum nema 20 í landvinnslunni hefur lagst afar illa í samfélagið hér á Akranesi.

Eins og áður hefur einnig komið fram þá geta verið eðlilegar skýringar á þessum tilfærslum og ef svo er munu þær skýringar væntanlega vera lagðar fram á fundinum á morgun.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image