• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Apr

Viðtal við formann í Íslandi í bítið

Viðtal var við formann félagsins í morgun í Ísland í bítið. Þar fór formaður yfir það ástand sem ríkir nú í íslensku efnahagslífi og atvinnuástandið á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness.

Fram kom í máli formanns að sá ávinningur sem náðist í síðustu kjarasamningum hefur nánast verið í frjálsu falli eftir gengisfall krónunnar. Einnig kom fram í máli formanns að það sé skoðun hans að umtalsverðar líkur séu á að kjarasamningum verði sagt upp í mars á næsta ári þegar endurskoðun þeirra mun eiga sér stað.

Það kom líka fram í máli hans að það sé gríðarlega mikilvægt að allir leggist á eitt við að koma böndum á verðbólguna og taldi hann að mikilvægt væri að ráðamenn þessarar þjóðar myndu sýna gott fordæmi með því að fella úr gildi lög um eftirlaun alþingismanna, en mikill styrr hefur staðið um þessi lög frá því þau voru sett á.

Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella hér

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image