• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Mar

Búið að landa um sex þúsund tonnum

Um sex þúsund tonn hafa komið til bræðslu hingað á Akranes það sem af er af þessari vertíð, en unnið hefur verið á vöktum frá síðasta sunnudag. 

Það er löngu vitað að tekjur starfsmanna bræðslunnar byggjast að miklu leiti uppá að staðnar séu vaktir og á þeirri forsendu eru það ánægjuleg tíðindi að loðna sé farin að berast til bræðslu hér á Akranesi eftir allanga bið.

Formaður fór og hitti starfsmenn bræðslunnar í dag og voru þeir nokkuð sáttir, en telja hins vegar að þessi vertíð verði því miður frekar snubbótt sökum þess hversu lítill loðnukvótinn er í ár.

Þau skip sem hafa landað loðnu hér á Akranesi á þessari vertíð eru Lundey,Víkingur,Faxi og Finnur fríði frá Færeyjum.

Þó svo að mikið sé að gera hjá bræðsluköllunum þá er ekki minna að gera hjá starfsmönnum HB Granda, sem unnið hafa sleitulaust á vöktum við loðnufrystingu síðustu daga og að sögn starfsmanna hefur hrognatakan og frystingin gengið mjög vel og góð stemming er á meðal starfsmanna.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image