• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Mar

Gríðarlega jákvæð uppbygging á Grundartanga

Gríðarlega jákvæð uppbygging á GrundartangasvæðinuGríðarlega jákvæð uppbygging á GrundartangasvæðinuÞað er óhætt að segja að iðnaðaruppbyggingin á Grundartangasvæðinu haldi áfram af fullum krafti. Uppbyggingin gerir það að verkum að störfum á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness hefur fjölgað umtalsvert og mun þeim án efa fjölga áfram á næstu misserum.  Nú liggur fyrir að Stálsmiðjan og Mjólkurfélag Reykjavíkur hafa tekið ákvörðun um flytja sína starfsemi uppá Grundartanga.

Einnig eru tvö til fjögur önnur fyrirtæki að velta því fyrir sér hvort þau flytji sína starfsemi uppá Grundartanga en það mun skýrast á næstu tveimur vikum.  Eins og áður sagði þá hefur uppbygging á Grundartanga verið umtalsverð á liðnum árum og mánuðum og hefur störfum á svæðinu fjölgað um fleiri hundruð þá sérstaklega hjá Norðuráli og Íslenska járnblendifélaginu.

Nú hefur Norðurál lokið við stækkun álversins og er heildarfjöldi starfsmanna Norðuráls farinn að nálgast 500 manns.  Einnig hefur Íslenska járnblendið staðið í stórræðum og mun t.d. hefja framleiðslu á sérefni sem nefnist FSM sem mun gera það að verkum að reksturinn verður mun tryggari heldur en hefur verið á liðnum árum. Starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins hefur fjölgað um 40 á síðustu mánuðum vegna þessarar nýju framleiðslu.

Það er ekki nokkur vafi á því að Grundartangi verður eitt af aðaliðnaðarsvæðum landsins áður en langtum líður og ekki ólíklegt að stór hluti út- og innflutnings muni fara fram í gegnum höfnina á Grundartanga.

Þessi jákvæða uppbygging á Grundartanga hefur gert það að verkum að okkur skagamönnum hefur fjölgað mikið á liðnum árum og eru Akurnesingar nú orðnir 6.414.  Formaður vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef stóriðjunnar á Grundartanga nyti ekki við í þeim mæli sem nú er sérstaklega í ljósi þess samdráttar sem orðið hefur á veiðum og vinnslu á liðnum árum.  

Rætt var við formann félagsins um atvinnumál og atvinnuhorfur í Reykjavík síðdegis í gær. Hægt að hlusta á það hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image