• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Mar

Loðnuvinnslunni senn að ljúka

Nú er allt útlit á að loðnuvertíð sé að klárast en í nótt kom Ingunn Ak með síðasta loðnufarminn til vinnslu hér á Akranesi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem formaður hefur þá eru öll skip HB Granda búin með sinn kvóta nema Lundey en hún er í sínum síðasta túr. 

Vissulega vonast sjómenn, útgerðarmenn og fiskvinnslufólk eftir því að svokölluð vesturganga láti sjá sig þannig að hægt verði að auka við loðnukvótann öllum til hagsbóta.  Því miður eru ekki miklar líkur á að svo verði.

Formaður fór í morgun í vinnustaðaheimsókn til HB-Granda þar sem vinnsla á loðnuhrognum stendur nú yfir af fullum krafti.  Gunnar Hermannsson vinnslustjóri leiddi formann um vinnslusalina og fræddi hann um vinnsluferlið.  Fram kom hjá Gunnari að búið sé að hreinsa um 2000 tonn af hrognum sem er um 800 tonnum minna en í fyrra. 

Af þessum 2000 tonnum er búið að frysta um 1400 tonn hér á Akranesi, en restinni hefur verið keyrt til Vopnafjarðar þar sem frystigetan hér á Akranesi er ekki nægileg mikil.

Á milli 70 til 80 manns hafa komið að þessari loðnuvinnslu í ár og hafa þessir starfsmenn unnið nær sleitulaust á vöktum í hálfan mánuð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image